Bloggfærslur mánaðarins, september 2024
Er Samfylkingin búin að planta moldvörpu í Viðreisn?
30.9.2024 | 12:56
Er Jón Gnarr Sjakalinn sem á að hafa áhrif á Viðreisn innanfrá og koma Reykjavíkurmódelinu á koppinn í landsmálapólitíkinni?
Ef vinstrið á að ná meirihluta á þingi eftir kosningar, þá verður Viðreisn að vera hluti af þeim meirihluta samkvæmt núverandi skoðannakönnunum.
Ekki kæmi það mér á óvart að Jón Gnarr hafi haft aðra með sér í vitorði við "hönnun" á þessu: "70% Viðreisnarmaður samkvæmt kosningaprófi" plotti, ..en það á eftir að koma í ljós.
Jón: 70% Viðreisnarmaður samkvæmt kosningaprófi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samfélag er samsett af fólki með mismunandi þarfir, mismunandi skoðanir og fólk sem hefur valið sér mismunandi lífsstíl.
Svo lengi sem fólk heldur sig innan þeirra reglna sem samfélagið hefur sett (eftir lýðræðislegum leiðum) þá getur fólk tekið eigin ákvarðanir er varðar val á lífstíl.
Formaður félagsskaparins Reiðhjólabænda, Birgir Birgisson er þeirrar skoðunnar að hans skoðun á lífstíl þurfi að þvinga upp á aðra sem ekki hafi nokkurn áhuga á því.
Þetta hljómar eins og að þvinga þá sem eru ekki vegan að vera samt vegan á vegan-daginn, eða að þvinga þá sem eru vegan að borða kjöt á sprengidag.
Fólk er bara að rifna úr frekju að míni mati.
Mega ekki trufla bílaumferð á Bíllausa daginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)