Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2024
Þegar ég las þessa grein gat ég ekki annað en velt því fyrir mér hver hafi verið kveikjan af þessum greinarskrifum.
Hugsanlega vildi ritstjórnin senda af stað blaðamann til að kanna hvort borgarbúar séu sammála þeirri kenningu að miðbær Reykjavíkur væri "deyjandi"?
Kannski fékk blaðamaðurinn frjálsar hendur og ákvað að ræða við aðeins tvo íbúa í miðbænum til að geta fullyrt í fyrirsögn að miðbær Reykjavíkur væri ekki "deyjandi"
Hvað sem því líður þá er það mín skoðun að greinin sem slík gefur ekki tilefni til þess að fullyrða í fyrirsögn hvert lífsmark miðbæjarins sé í hugum borgarbúa, nema þeirra tveggja sem tjá sig í greininni og búa í miðbænum.
Kannski hefði verið eðlilegra ef fyrirsögnin hefði hljómað einhvernvegin svona:
"Miðbærinn ekkert "deyjandi" segir Robbi Kronik markaðs- og verkefnastjóri fyrir verkefnið Miðborgin Reykjavík - Félagasamtök.
Þá væri lesendum strax ljóst að hér væri á ferð skoðanapistill eins manns eða tveggja.
Tilgangur og markmið félagsins er að kynna miðborgina sem spennandi og skemmtilegan áfangastað. Upplýsa um þann mikla fjölbreytileika sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Ef þessi grein var skrifuð til að kynna þessa markaðssetningu á miðbænum, væri eðlilegt að merkja hana sem "SAMSTARF"
Benóný Ægisson, fyrrverandi formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur segir hins vegar að hann sé ekki alsáttur með ástand miðbæjarins en samt segist Benóný í raun ekkert sérstaklega óánægður með þróunina. Hún er kannski eðlileg.
Mín niðurstaða er að þetta sé innihaldslaus grein sem er villandi frekar en upplýsandi um stöðu miðbæjar Reykjavíkur, hvort sem er raun staða eða staða í hugum borgarbúa,
Samsett mynd/Anton Brink
Miðbærinn ekkert deyjandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)