Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2024
Hvar finnur maður að Þórður Snær hafi beðið Rannveigu Rist afsökunar á skrifum sínum?
14.11.2024 | 00:36
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hefur tjáð sig um skrif samflokksmanns síns, Þórðar Snæs Júlíussonar, og telur rétt að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt.
Hvar ætli maður geti fundið færsluna þar sem hann biður Rannveigu Rist afsökunar á þessum skrifum sínum?
Rannveig kærði skrif Þórðar Snæs, sem þá starfaði sem blaðamaður á 24 stundum, á bloggsíðunni Þessar elskur til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Skrifin hljóðuðu svo:
Stundum get ég verið hamingjusamur. Og bersýnileg eiturlyfjaneysla Rannveigar Rist, álfrúarinnar, gleður mig óendanlega mikið. Eða ég gef mér að hún sé undir áhrifum hennar vegna því annars daðrar hún líklega við að vera þroskaheft.
![]() |
Þórður má og á að skammast sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forritun á næstu kynslóð af "góða fólkinu"
5.11.2024 | 03:38
Hvaða siðferðislegu og pólitísku gildi stendur til að draga upp sem hin réttu og siðferðilegu gildi í grunnskólum?
Áður fyrr var notast við kristna trú til að vekja í börnum borgaravitund en það var talið óverjandi heilaþvottur.
Hvernig á þetta að vera öðruvísi?
Í bókinn Virðing og umhyggja segir Sigrún Aðalbjarnardóttir á einum stað:
Í raun er borgaraleg vitund hollustueiður við siðferðileg og pólitísk gildi í þágu samfélagsins
Tilvitnun: Virðingog umhyggja, Sigrún Aðalbjarnardóttir (2007, bls. 343).
![]() |
Borgaravitund nú hluti af námskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)