Færsluflokkur: Bloggar
Smá misskilningur á ferð
22.4.2025 | 11:06
Hér er haldið fram að Alþingi hafi samþykkt að banna notkun pálmaolíu í lífsdísil eigi síðar en 2021.
Hér er þingsályktunin en þar er eingöngu samþykkt að ráðherra kynni niðurstöður sínar og leggi fram frumvarp fyrir árslok 2021.
Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2020.
Þingsályktun 8/151 um ráðstafanir til að draga úr notkun pálmaolíu á Íslandi.
8. desember 2020 þskj. 525 á 151. lögþ.
Framkvæmd hafin.
Með tillögunni er lagt til að fela ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að vinna áætlun um takmörkun á notkun pálmaolíu í allri framleiðslu á Íslandi og leggja fram frumvarp um bann við notkun hennar í lífdísil. Þá er lagt til að ráðherra kynni Alþingi niðurstöður sínar og leggi fram frumvarp til laga um bann við notkun pálmaolíu í lífdísil eigi síðar en í lok árs 2021.
Í nefndaráliti atvinnuvegar um tillöguna er bent á að innan ESB tekur á árinu 2021 gildi ný tilskipun um endurnýjanlegt eldsneyti 2018/2001/EB (RED II) sem tekur við af tilskipun 2009/28/EB (RED I). Í tilskipuninni eru m.a. hertar þær kröfur sem gerðar eru til endurnýjanlegs eldsneytis sem unnið er úr fóðurplöntum og stefnt að því að draga markvisst úr notkun slíks eldsneytis fram til ársins 2030. Jafnframt er þar gert ráð fyrir að dregið verði úr notkun pálmaolíu frá árinu 2023 uns notkun hennar verði hætt árið 2030. Tilskipunin er hluti af svokölluðum hreinorkupakka ESB og samkvæmt tilskipuninni skulu ríki ESB hafa lokið við að lögleiða hana á árinu 2021. Tilskipunin er enn til skoðunar hjá EES/EFTA-ríkjunum og ekki liggur fyrir hvenær hún verður tekin upp í EES-samninginn en það verður í fyrsta lagi árið 2022. Samstarf er hafið á milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis um hvernig staðið skuli að innleiðingu tilskipunarinnar þar sem efnissvið hennar nær til beggja ráðuneyta.
![]() |
5 ár frá samþykkt, enn ekkert bann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að fara úr 5 mönnum í 11 menn er 120% aukning
2.12.2024 | 07:10
![]() |
Þyrfti viðhorfsbreytingu frá Sjálfstæðisflokki og Miðflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar finnur maður að Þórður Snær hafi beðið Rannveigu Rist afsökunar á skrifum sínum?
14.11.2024 | 00:36
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hefur tjáð sig um skrif samflokksmanns síns, Þórðar Snæs Júlíussonar, og telur rétt að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt.
Hvar ætli maður geti fundið færsluna þar sem hann biður Rannveigu Rist afsökunar á þessum skrifum sínum?
Rannveig kærði skrif Þórðar Snæs, sem þá starfaði sem blaðamaður á 24 stundum, á bloggsíðunni Þessar elskur til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Skrifin hljóðuðu svo:
Stundum get ég verið hamingjusamur. Og bersýnileg eiturlyfjaneysla Rannveigar Rist, álfrúarinnar, gleður mig óendanlega mikið. Eða ég gef mér að hún sé undir áhrifum hennar vegna því annars daðrar hún líklega við að vera þroskaheft.
![]() |
Þórður má og á að skammast sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forritun á næstu kynslóð af "góða fólkinu"
5.11.2024 | 03:38
Hvaða siðferðislegu og pólitísku gildi stendur til að draga upp sem hin réttu og siðferðilegu gildi í grunnskólum?
Áður fyrr var notast við kristna trú til að vekja í börnum borgaravitund en það var talið óverjandi heilaþvottur.
Hvernig á þetta að vera öðruvísi?
Í bókinn Virðing og umhyggja segir Sigrún Aðalbjarnardóttir á einum stað:
Í raun er borgaraleg vitund hollustueiður við siðferðileg og pólitísk gildi í þágu samfélagsins
Tilvitnun: Virðingog umhyggja, Sigrún Aðalbjarnardóttir (2007, bls. 343).
![]() |
Borgaravitund nú hluti af námskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Samfylkingin búin að planta moldvörpu í Viðreisn?
30.9.2024 | 12:56
Er Jón Gnarr Sjakalinn sem á að hafa áhrif á Viðreisn innanfrá og koma Reykjavíkurmódelinu á koppinn í landsmálapólitíkinni?
Ef vinstrið á að ná meirihluta á þingi eftir kosningar, þá verður Viðreisn að vera hluti af þeim meirihluta samkvæmt núverandi skoðannakönnunum.
Ekki kæmi það mér á óvart að Jón Gnarr hafi haft aðra með sér í vitorði við "hönnun" á þessu: "70% Viðreisnarmaður samkvæmt kosningaprófi" plotti, ..en það á eftir að koma í ljós.
![]() |
Jón: 70% Viðreisnarmaður samkvæmt kosningaprófi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samfélag er samsett af fólki með mismunandi þarfir, mismunandi skoðanir og fólk sem hefur valið sér mismunandi lífsstíl.
Svo lengi sem fólk heldur sig innan þeirra reglna sem samfélagið hefur sett (eftir lýðræðislegum leiðum) þá getur fólk tekið eigin ákvarðanir er varðar val á lífstíl.
Formaður félagsskaparins Reiðhjólabænda, Birgir Birgisson er þeirrar skoðunnar að hans skoðun á lífstíl þurfi að þvinga upp á aðra sem ekki hafi nokkurn áhuga á því.
Þetta hljómar eins og að þvinga þá sem eru ekki vegan að vera samt vegan á vegan-daginn, eða að þvinga þá sem eru vegan að borða kjöt á sprengidag.
Fólk er bara að rifna úr frekju að míni mati.
![]() |
Mega ekki trufla bílaumferð á Bíllausa daginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er þetta boðlegt hlutfall?
Hingað til hefur verið hamrað á okkur að jafna hlut kvenna og karla burt séð frá árangri í t.d.
- stjórnum fyrirtækja
- á Alþingi
- í sveitastjórnum
- í dagskrá RÚV
- í auglýsingum KSÍ (burt séð frá árangri eða vinsældum)
- markmið Sameinuðu þjóðana (Jafnrétti kynjanna verði tryggt...
En HÍ getur enn mismunað á grundvelli árangurs án þess að það heyrist nokkuð frá
réttlætissinnuðum riddurum feminista.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forrettindafeminismi
18.8.2024 | 18:10
Karlfyrirlitning er fyrirbæri sem getur reynst erfitt að henda reiður á í samfélaginu enda sýnist sitt hverjum. Rétt eins og í tilviki kvenfyrirlitningar þá er mat á því hvað fellur undir karlfyrirlitningu að miklu leyti einstaklingsbundið. Þá er ekki óalgengt að fólk missi sig í túlkunargleðinni og sjá karl- eða kvenfyrirlitningu í hverju horni svo hreinlega jaðrar við vænisýki.
Ætli það sé tilviljun að aðeins sé hugað að kvenfyrirlitningu í áætlun ráðherra?
![]() |
Kvenfyrirlitning verði skoðuð sem öfgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég las þessa grein gat ég ekki annað en velt því fyrir mér hver hafi verið kveikjan af þessum greinarskrifum.
Hugsanlega vildi ritstjórnin senda af stað blaðamann til að kanna hvort borgarbúar séu sammála þeirri kenningu að miðbær Reykjavíkur væri "deyjandi"?
Kannski fékk blaðamaðurinn frjálsar hendur og ákvað að ræða við aðeins tvo íbúa í miðbænum til að geta fullyrt í fyrirsögn að miðbær Reykjavíkur væri ekki "deyjandi"
Hvað sem því líður þá er það mín skoðun að greinin sem slík gefur ekki tilefni til þess að fullyrða í fyrirsögn hvert lífsmark miðbæjarins sé í hugum borgarbúa, nema þeirra tveggja sem tjá sig í greininni og búa í miðbænum.
Kannski hefði verið eðlilegra ef fyrirsögnin hefði hljómað einhvernvegin svona:
"Miðbærinn ekkert "deyjandi" segir Robbi Kronik markaðs- og verkefnastjóri fyrir verkefnið Miðborgin Reykjavík - Félagasamtök.
Þá væri lesendum strax ljóst að hér væri á ferð skoðanapistill eins manns eða tveggja.
Tilgangur og markmið félagsins er að kynna miðborgina sem spennandi og skemmtilegan áfangastað. Upplýsa um þann mikla fjölbreytileika sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Ef þessi grein var skrifuð til að kynna þessa markaðssetningu á miðbænum, væri eðlilegt að merkja hana sem "SAMSTARF"
Benóný Ægisson, fyrrverandi formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur segir hins vegar að hann sé ekki alsáttur með ástand miðbæjarins en samt segist Benóný í raun ekkert sérstaklega óánægður með þróunina. Hún er kannski eðlileg.
Mín niðurstaða er að þetta sé innihaldslaus grein sem er villandi frekar en upplýsandi um stöðu miðbæjar Reykjavíkur, hvort sem er raun staða eða staða í hugum borgarbúa,
Samsett mynd/Anton Brink
![]() |
Miðbærinn ekkert deyjandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)